Til Phnom Phen

Vid voknudum vid klingjandi klukkuna klukkan sex um morguninn, theystumst a faetur, pissudum og pokkudum pokunum okkar, gleyptum nudlusupuna i hvelli og hentumst a hjolin. Komum vid i banka a leid ut ur baenum og skiptum ollum vietnomsku dongunum okkar i ameriska dollara. Stefnan var tekin a Phnom Phen, hofudborgar Kambodiu, fyrir myrkur.

27 kilometrar ad landamaerunum og 80 til Phnom Phen. Med naegan tima, nesti og solarvorn aetti thetta ad vera litid mal.

Vietnam 246

Ef thad bara vaeru fleiri vegvisar a leidinni.

Audvitad komumst vid ekkert til Kambodiu a einum degi. Vid steingleymdum ad taka skiltaleysi Mekong svaedisins med i reikningin. Vid reyndum eftir fremsta megni ad spyrja til vega, en ekki allir eru laesir og vietnamskur framburdur er ekki min sterkari hlid. Svo vid eyddum deginum okkar hjolandi eintomar vegleysur.

Klukkan thrju stoppudum vid og andvorpudum, vitandi ad vid vaerum ekkert a leidinni til Kambodiu fyrir myrkur. Roltum nidur drullugan stig ad anni til ad reyna ad na attum. Stigurinn leiddi ad pinulitlu thorpi, med litrikum husum a stultum. Hopur folks kom hlaupandi ad, med plaststola og plastbord handa okkur, kalt te med klokum og hrisgrjonanammi innvafid i bananalauf handa mer og kjot a priki handa Craig. Karlarnir skodudu hjolin og konurnar skodudu mig. Krakkarnir aefdu sig i ad segja til nafns og aldurs a ensku og gafu mer oll gjafir; heimatilbunar perlufestar, armbond og hringa, thau minnstu gafu mer litlar plastfigurur. Thau badu svo um eiginhandararitanir sem thau fengu asamt islenskum kronum og postkort. Svona lidu tveir skemmtilegir klukkutimar og mikid var eg folkinu fegin. Eftir martrodina i Chau Doc, baenum sem vid hofdum brunad fra i hvelli fyrr um morguninn, var yndislegt ad hitta vinalega Vietnama. Their eru nefninlega ekki a hverju strai.

Vid fundum horuhus i sveitinni sem seldi okkur odyrt herbergi yfir nottina, gaf okkur sodid vatn fyrir nudlusupuna og skipti fyrir okkur tiu dolla sedli, sem atti ad duga fyrir aukadegi i Vietnam. Vid kaettumst yfir sidasta Bia Hoi litrunum og thokkudum fyrir ovaenta taekifaerid til ad minnast thess ad ekki eru aldeilis allir landinu til smanar.

Sagan var svipud morguninn eftir, vid heldum afram ad villast um volundarvegi Mekong, thangad til vid attudum okkur a thvi ad vid vaerum einfaldlega vitlausu megin vid ana. Attum akkurat fjogur thusund dong eftir sem smellpassadi fyrir ferjumidanum. Eftir ad yfir ana var komid la leidin greid ad landamaerunum, sem vid fundum rett fyrir fjogur. Hvad eg var glod, enda a sidasta degi vegabrefsaritarinnar.

Theystumst a spittbati med solarlagid i bakgrunn, berrasada krakka veifandi fra arbokkunum og vatnabuffaloum i siddegisbadi. Thegar til hafnar var komid pruttudum vid threyttan leigubilstjora til ad taka okkur sidustu kilometrana til hofudborgarinnar.

Ylmandi af sapulykt og i hreinum fotum fannst mer svo einhvern veginn vid haefi ad borda eitthvad vestraent og geyma blessadar nudlurnar til sidar!

Disa