17Feb

Lítil vísa

Þar sem ég sat á ströndinni á Koh Chang og horfði draumeygð yfir hafið um leið og ég hugsaði heim til Íslands, datt þessi litla væmna vísa ofan í mig sem ég deili hér með ykkur.   Ég ferðast um heiminn og horfna tíma, heilluð af ókunnri grund. Sæla og sorg í hjarta mér glíma, saman um eilífðarstund.   Því hugurinn þráir tilverur tvær, tilfinningar dagana telja. Hvar finn ég hvíldina, stjarna mín kær; hvorn heiminn á ég að velja?     Hjördís  

27Jan

“Sástu þetta?”

Klukkan var sjö að morgni þegar við Craig stóðum við Khao San Road í Bangkok og biðum eftir rútunni að landamærum Tælands og Kambódíu. Tekið var að birta, nokkrar uglur síðustu nætur sátu enn að sumbli við nærliggjandi bari þótt tónlistin væri lágstemmd. “Sástu þetta?” spurði Craig mig og gjóaði augunum á kyrrstæðan leigubíl á miðri götunni fyrir framan okkur. “Konu var ýtt inn í leigubílinn af tveimur karlmönnum sem sitja sitthvoru megin við hana í aftursætinu. Ég efast um öryggi hennar.” bætti hann við þegar hann áttaði sig á að ég hafði ekki orðið vitni...