20Mar

Innsýn í Búrma

Þær struku mér um lófana konurnar á akrinum líkt og amma Lísa gerði þegar ég var barn. Svo spýttu þær út úr sér blóðrauðri betel-hnetunni í laufblaðinu og tóku annan smók úr heimarúlluðum vindlingnum. Þær nota náttúrulega sólarvörn kvinnurnar hér, gulan leir...

27Jan

“Sástu þetta?”

Klukkan var sjö að morgni þegar við Craig stóðum við Khao San Road í Bangkok og biðum eftir rútunni að landamærum Tælands og Kambódíu. Tekið var að birta, nokkrar uglur síðustu nætur sátu enn að sumbli við nærliggjandi bari þótt tónlistin væri lágstemmd. “Sástu þetta?” spurði Craig mig og gjóaði augunum á kyrrstæðan leigubíl á miðri götunni fyrir framan okkur. “Konu var ýtt inn í leigubílinn af tveimur karlmönnum sem sitja sitthvoru megin við hana í aftursætinu. Ég efast um öryggi hennar.” bætti hann við þegar hann áttaði sig á að ég hafði ekki orðið vitni...

21Dec

Fólkið í skóginum

Margt hefur dregið á daga mína síðan ég yfirgaf Banda Aceh. Þaðan hossaðist ég í háfornri rútubifreið til Bukit Lawang en þangað sækja ferðamenn helst til að hitta náskyldan ættingja manneskjunnar, órangútanapann. í þjóðgarðinum Gunung Leuser nærri Bukit Lawang stendur ferðamönnum til boða að arka um garðinn með innfæddum leiðsögumanni og líkurnar á að órangútanapi verði á vegi þeirra eru mjög miklar. Órangútanapar finnast aðeins á eyjunni Borneo, sem tilheyrir bæði Malasíu og Indónesíu, og á eyjunni Súmötru í Indónesíu, en þess má geta að órangútan (“orang utan”)...

19Dec

Banda Aceh

Þessa stundina er ég stödd í Banda Aceh, sem er höfuðborg héraðsins Aceh í norðurhluta indónesísku eyjunnar Sumötru. Árið 2004, þegar Íslendingar lágu ýmist undir sæng með nýju jólabókina, nörtuðu í hangikjötsafganga eða rokkuðu í kringum jólatréð hlupu...

07Nov

Rottur og réttindaba...

Eigandi litla gististaðarins í Penang sagði mér að tveimur vikum áður hafði staldrað við íslenskt par sem hafði sagt sér frá fyrirmyndarfangelsisaðstöðu Íslands. Nú þekki ég ekki til þessara Íslendinga sem urðu á vegi hans fyrr í mánuðinum en af lýsingunum að...