09Jan

Dísa vaknar af dvalanum!

Lífið er breytingum háð og það á líka við um vefsíðuna mína sem er alltaf að taka breytingum. En þetta er nú langflottasta útlitið til þessa, við hljótum öll að vera sammála um það! Froskurinn á myndinni tengist kannski greininni ekki beint, en honum kynntist ég í Malasíu. Mér fannst svipurinn á honum samt lýsandi fyrir fólkið í kringum mig sem árlega setur upp þennan svip, -þegar ég tilkynni þeim að enn einu sinni sé ég búin að pakka í pokann minn. Á föstudaginn legg ég af stað í langferð og Bella bangsi ætlar með mér til halds og trausts. Förinni er heitið til Brasilíu en...

08Aug

Hamingjuóskir til al...

Í dag eru 30 ÁR síðan foreldrar mínir gengu í það heilaga. Það er ekki síður tilefni fyrir mig að halda daginn hátíðlegan enda á ég mögulega lífið að launa þeim játningum sem opinberuð voru á þessum ágæta degi fyrir öllum þessum árum síðan. Ég er þakklát...

19Jul

Vaglaskógur

Ég var í vaktafríi í síðustu viku og veðrið var dásamlegt. Þar sem ég sat á grasblettinum fyrir utan svalahurðina heima með ilmandi morgunkaffið helltist yfir mig skyndileg löngun í tjaldútilegu. “Craig! Fancy camping?” hrópaði ég hátt og snjallt svo...