20Mar

Innsýn í Búrma

Þær struku mér um lófana konurnar á akrinum líkt og amma Lísa gerði þegar ég var barn. Svo spýttu þær út úr sér blóðrauðri betel-hnetunni í laufblaðinu og tóku annan smók úr heimarúlluðum vindlingnum. Þær nota náttúrulega sólarvörn kvinnurnar hér, gulan leir...

17Feb

Mennt er máttur!

Eftir margra daga hofa-heimsóknir lá leið okkar Craigs til þorpsins Sophy, sem staðsett er í 25 km fjarlægð frá Siam Reap. Bragi Jónsson, vinur okkar frá Íslandi, hafði komið okkur í kynni við stofnendur hjálparsamtakanna HVTO sem reka þróunarverkefni í þorpinu. Okkur...

17Feb

Lítil vísa

Þar sem ég sat á ströndinni á Koh Chang og horfði draumeygð yfir hafið um leið og ég hugsaði heim til Íslands, datt þessi litla væmna vísa ofan í mig sem ég deili hér með ykkur.   Ég ferðast um heiminn og horfna tíma, heilluð af ókunnri grund. Sæla og sorg í hjarta mér glíma, saman um eilífðarstund.   Því hugurinn þráir tilverur tvær, tilfinningar dagana telja. Hvar finn ég hvíldina, stjarna mín kær; hvorn heiminn á ég að velja?     Hjördís  

02Feb

Hjólandi á milli Khmer-minja

Mér finnst fátt skemmtilegra en að hjóla og reiðhjólið er minn uppáhaldsferðamáti. Ég hef því heldur betur verið í skýjunum undanfarnar þrjár vikur sem ég hef varið hjólandi um nágreni Siam Reap í Kambódíu. Pabbi og mamma gáfu mér fallegasta hjól sem ég hef á ævinni séð í sumargjöf þegar ég var níu ára. Það var fjólublátt og bleikt, með 18 gírum og handbremsum. Hjólið mitt í Kambódíu, sem ég leigði fyrir einn dollara á dag, var líka með handbremsum, en engum gírum. Það var dökkgrænt, með bastkörfu fest á hátt stýrið. Það var með svokallaðri stelpu-stöng og ég keypti mér...

29Jan

Klósettkúnstir

Við ferðafélaginn kvöddum Batak-fólkið á eyjunni Samosir og héldum til borgarinnar Medan, þar sem við eyddum síðustu nóttinni í Indónesíu. Frá Medan flugum við til Penang í Malasíu. Ég fór á klósettið á flugvellinum í Penang, sem er ekki frásögufærandi nema hvað...

27Jan

“Sástu þetta?”

Klukkan var sjö að morgni þegar við Craig stóðum við Khao San Road í Bangkok og biðum eftir rútunni að landamærum Tælands og Kambódíu. Tekið var að birta, nokkrar uglur síðustu nætur sátu enn að sumbli við nærliggjandi bari þótt tónlistin væri lágstemmd. “Sástu þetta?” spurði Craig mig og gjóaði augunum á kyrrstæðan leigubíl á miðri götunni fyrir framan okkur. “Konu var ýtt inn í leigubílinn af tveimur karlmönnum sem sitja sitthvoru megin við hana í aftursætinu. Ég efast um öryggi hennar.” bætti hann við þegar hann áttaði sig á að ég hafði ekki orðið vitni...

28Dec

Jólahald í Batak-kof...

Frá Bukit Lawang lá leiðin næst til Tobavatns (Danau Toba) sem staðsett er í 900 metra hæð í gamalli gosöskju. Á vatninu er eyjan Samosir þar sem Batakfólkið býr. Áður fyrr stundaði Batakfólkið mannát og bárust sögur af fólkinu til Vesturheims, meðal annars með Marco...

21Dec

Fólkið í skóginum

Margt hefur dregið á daga mína síðan ég yfirgaf Banda Aceh. Þaðan hossaðist ég í háfornri rútubifreið til Bukit Lawang en þangað sækja ferðamenn helst til að hitta náskyldan ættingja manneskjunnar, órangútanapann. í þjóðgarðinum Gunung Leuser nærri Bukit Lawang stendur ferðamönnum til boða að arka um garðinn með innfæddum leiðsögumanni og líkurnar á að órangútanapi verði á vegi þeirra eru mjög miklar. Órangútanapar finnast aðeins á eyjunni Borneo, sem tilheyrir bæði Malasíu og Indónesíu, og á eyjunni Súmötru í Indónesíu, en þess má geta að órangútan (“orang utan”)...

19Dec

Banda Aceh

Þessa stundina er ég stödd í Banda Aceh, sem er höfuðborg héraðsins Aceh í norðurhluta indónesísku eyjunnar Sumötru. Árið 2004, þegar Íslendingar lágu ýmist undir sæng með nýju jólabókina, nörtuðu í hangikjötsafganga eða rokkuðu í kringum jólatréð hlupu...

10Dec

Gili-tríóið

Á slaginu sex að morgni beið okkar lítill bemo fyrir utan hótelið á Bali. Þaðan var okkur ekið að austurstrandarinnar, þar sem við áttum bókuð sæti í hraðbát á leið til vinsælustu eyju Gili-tríósins: Gili Trawangan. Gili-eyjurnar þrjár tilheyra Lombok, sem er nærsta eyja austur af Bali. Fámennt er á þessum litlu eyjum og þar er bílaumferð, og hundaeign, bönnuð. Í stað bíla og mótorhjóla sjá reiðhjól og skrúðprýddir hestvagnar um samgöngur um ómalbikaðar eyjurnar. Ferðamönnum fjölgar frá ári til árs og eru eyjarnar orðnar að hápunkti margra sem sækja Indónesíu heim. Gili Trawangan...

10Dec

Komodo-drekar

Þegar ég var lítil las ég um dreka í ævintýrabókum og einstöku sinnum sá ég þeim bregða fyrir í teiknimyndunum. En eins og með jólasveina og hafmeyjur, sagði fullorðna fólkið að drekar væru ekki í alvörunni til. Frá fögru Gili-eyjum héldum við ferðafélaginn för...

09Dec

Strandbærinn Sanur

Sanur er lítill strandbær staðsettur sunnan við ferðamannastaðinn Kuta á Bali. Þar héldum við afmælisdaginn hans Craigs hátíðlegan á fallegri strönd, þar sem það eina sem spillti fyrir fullkomnum degi var þriggja metra langa, röndótta sæslangan sem hvæsti svo...