20Mar

Innsýn í Búrma

Þær struku mér um lófana konurnar á akrinum líkt og amma Lísa gerði þegar ég var barn. Svo spýttu þær út úr sér blóðrauðri betel-hnetunni í laufblaðinu og tóku annan smók úr heimarúlluðum vindlingnum. Þær nota náttúrulega sólarvörn kvinnurnar hér, gulan leir...

17Feb

Mennt er máttur!

Eftir margra daga hofa-heimsóknir lá leið okkar Craigs til þorpsins Sophy, sem staðsett er í 25 km fjarlægð frá Siam Reap. Bragi Jónsson, vinur okkar frá Íslandi, hafði komið okkur í kynni við stofnendur hjálparsamtakanna HVTO sem reka þróunarverkefni í þorpinu. Okkur...

17Feb

Lítil vísa

Þar sem ég sat á ströndinni á Koh Chang og horfði draumeygð yfir hafið um leið og ég hugsaði heim til Íslands, datt þessi litla væmna vísa ofan í mig sem ég deili hér með ykkur.   Ég ferðast um heiminn og horfna tíma, heilluð af ókunnri grund. Sæla og sorg í hjarta mér glíma, saman um eilífðarstund.   Því hugurinn þráir tilverur tvær, tilfinningar dagana telja. Hvar finn ég hvíldina, stjarna mín kær; hvorn heiminn á ég að velja?     Hjördís  

02Feb

Hjólandi á milli Khmer-minja

Mér finnst fátt skemmtilegra en að hjóla og reiðhjólið er minn uppáhaldsferðamáti. Ég hef því heldur betur verið í skýjunum undanfarnar þrjár vikur sem ég hef varið hjólandi um nágreni Siam Reap í Kambódíu. Pabbi og mamma gáfu mér fallegasta hjól sem ég hef á ævinni séð í sumargjöf þegar ég var níu ára. Það var fjólublátt og bleikt, með 18 gírum og handbremsum. Hjólið mitt í Kambódíu, sem ég leigði fyrir einn dollara á dag, var líka með handbremsum, en engum gírum. Það var dökkgrænt, með bastkörfu fest á hátt stýrið. Það var með svokallaðri stelpu-stöng og ég keypti mér...

29Jan

Klósettkúnstir

Við ferðafélaginn kvöddum Batak-fólkið á eyjunni Samosir og héldum til borgarinnar Medan, þar sem við eyddum síðustu nóttinni í Indónesíu. Frá Medan flugum við til Penang í Malasíu. Ég fór á klósettið á flugvellinum í Penang, sem er ekki frásögufærandi nema hvað...

27Jan

“Sástu þetta?”

Klukkan var sjö að morgni þegar við Craig stóðum við Khao San Road í Bangkok og biðum eftir rútunni að landamærum Tælands og Kambódíu. Tekið var að birta, nokkrar uglur síðustu nætur sátu enn að sumbli við nærliggjandi bari þótt tónlistin væri lágstemmd. “Sástu þetta?” spurði Craig mig og gjóaði augunum á kyrrstæðan leigubíl á miðri götunni fyrir framan okkur. “Konu var ýtt inn í leigubílinn af tveimur karlmönnum sem sitja sitthvoru megin við hana í aftursætinu. Ég efast um öryggi hennar.” bætti hann við þegar hann áttaði sig á að ég hafði ekki orðið vitni...