28Dec

Jólahald í Batak-kof...

Frá Bukit Lawang lá leiðin næst til Tobavatns (Danau Toba) sem staðsett er í 900 metra hæð í gamalli gosöskju. Á vatninu er eyjan Samosir þar sem Batakfólkið býr. Áður fyrr stundaði Batakfólkið mannát og bárust sögur af fólkinu til Vesturheims, meðal annars með Marco...

21Dec

Fólkið í skóginum

Margt hefur dregið á daga mína síðan ég yfirgaf Banda Aceh. Þaðan hossaðist ég í háfornri rútubifreið til Bukit Lawang en þangað sækja ferðamenn helst til að hitta náskyldan ættingja manneskjunnar, órangútanapann. í þjóðgarðinum Gunung Leuser nærri Bukit Lawang stendur ferðamönnum til boða að arka um garðinn með innfæddum leiðsögumanni og líkurnar á að órangútanapi verði á vegi þeirra eru mjög miklar. Órangútanapar finnast aðeins á eyjunni Borneo, sem tilheyrir bæði Malasíu og Indónesíu, og á eyjunni Súmötru í Indónesíu, en þess má geta að órangútan (“orang utan”)...

19Dec

Banda Aceh

Þessa stundina er ég stödd í Banda Aceh, sem er höfuðborg héraðsins Aceh í norðurhluta indónesísku eyjunnar Sumötru. Árið 2004, þegar Íslendingar lágu ýmist undir sæng með nýju jólabókina, nörtuðu í hangikjötsafganga eða rokkuðu í kringum jólatréð hlupu...

10Dec

Gili-tríóið

Á slaginu sex að morgni beið okkar lítill bemo fyrir utan hótelið á Bali. Þaðan var okkur ekið að austurstrandarinnar, þar sem við áttum bókuð sæti í hraðbát á leið til vinsælustu eyju Gili-tríósins: Gili Trawangan. Gili-eyjurnar þrjár tilheyra Lombok, sem er nærsta eyja austur af Bali. Fámennt er á þessum litlu eyjum og þar er bílaumferð, og hundaeign, bönnuð. Í stað bíla og mótorhjóla sjá reiðhjól og skrúðprýddir hestvagnar um samgöngur um ómalbikaðar eyjurnar. Ferðamönnum fjölgar frá ári til árs og eru eyjarnar orðnar að hápunkti margra sem sækja Indónesíu heim. Gili Trawangan...

10Dec

Komodo-drekar

Þegar ég var lítil las ég um dreka í ævintýrabókum og einstöku sinnum sá ég þeim bregða fyrir í teiknimyndunum. En eins og með jólasveina og hafmeyjur, sagði fullorðna fólkið að drekar væru ekki í alvörunni til. Frá fögru Gili-eyjum héldum við ferðafélaginn för...

09Dec

Strandbærinn Sanur

Sanur er lítill strandbær staðsettur sunnan við ferðamannastaðinn Kuta á Bali. Þar héldum við afmælisdaginn hans Craigs hátíðlegan á fallegri strönd, þar sem það eina sem spillti fyrir fullkomnum degi var þriggja metra langa, röndótta sæslangan sem hvæsti svo...

04Dec

Bali

Algengt er að nýútskrifaðir nemendur upplifi sig hálfáttavillta á krossgötum lífsins og ég var þar engin undantekning. Ég hafði hinsvegar fundið lausn á hvernig eyða mætti öllum efasemdum um tilgang tilveru minnar. Ég stefndi til Bali, þar sem ég ætlaði að finna mér fallega strönd, kaupa mér drykk í kókoshnetu með röri, koma mér vel fyrir á litríku klæði á gylltum sandi, ligna aftur augunum, hlusta á öldurnar leika við skeljarnar í sjávarmálinu, finna goluna gæla við líkamann, anda djúpt og finna hinu fullkomnu sálarró sem myndi leiða mig í gegnum vegi framtíðarinnar svo ekki yrði um...

23Nov

Velkomin til Indónesíu

Síðasta dag októbermánaðar lá leið okkar Craig frá Malasíu til Indónesíu. Við höfðum útvegað okkur tveggja mánaða landvistarleyfi frá sendiráði Indónesíu í Penang, áttum bókaðan flugmiða til Bali og þar sem ein af forsendum vegabréfsáritunarinnar var flugmiði út úr Indónesíu aftur, bókuðum við flugmiða frá Medan, á eyjunni Sumatra, til Penang í Malasíu þann 28. desember. Ég hafði í raun enga hugmynd um hvað biði mín á Indónesíu, satt að segja höfðum við ákveðið að sækja landið heim vegna þess að “Birthday in Bali” (afmæli á Bali), lét svo vel að eyrum. Ég bar...

19Nov

Margbreytileiki Mala...

Malasía er snúið þjóðfélag og erfitt er að skilja hvernig íhaldssamir múslimar og viðskiptasinnaðir kínverskættaðir geti lifað í sæmilegri sátt hlið við hlið. Meirihluti íbúa landsins eru múslimar og opinber skilgreining á Malay þjóðflokknum er hver sá sem heldur...

07Nov

Rottur og réttindaba...

Eigandi litla gististaðarins í Penang sagði mér að tveimur vikum áður hafði staldrað við íslenskt par sem hafði sagt sér frá fyrirmyndarfangelsisaðstöðu Íslands. Nú þekki ég ekki til þessara Íslendinga sem urðu á vegi hans fyrr í mánuðinum en af lýsingunum að...

05Nov

Boney M og kvenlegur...

Eftir dvölina í unaðslegu Langkawi brunuðum við í burtu á laugardagskvöldi með miðnæturrútu til Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu, til að forðast umferðaröngþveiti sunnudagsins. Við tókum ferjuna til meginlandsins og biðum svo á töturlegum útiveitistað fyrir utan...

01Nov

Penang: Perla austur...

“Geh-koh, geh-koh” sagði gekkó-eðlan hátt og snjallt, sem bjó tímabundið í herberginu okkar í Penang. Hún hélt til á rúminu, mér til mikillar ánægju. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna mannskepnan hefur ekki með tímanum gert eðlur að húsdýrum, til...