Sihanoukville

Eg sa saehesta, kolkrabba og hakarl i fyrsta sinn!! Thad er svo aevintyralegt ad kikja ofan i sjoinn, eg trui ekki ad eg skuli ekki hafa laert ad kafa fyrr! Einn kolkrabbanna vard fyrir fiskaaras svo hann sprautadi bleki a tha og spyrnti ser sidan i burtu. Alveg geggjad ad sja. Svo er miklu skemmtilegra ad skella ser ut i nuna, eg verd sjoadri og sjoadri med hverri kofun svo eg tharf thar af leidandi minna ad hugsa um hvad eg er ad gera og get einbeitt mer betur ad lifrikinu umhverfis mig!

Annars var gaerdagurinn heldur fyndin. Vid vissum eiginlega ekkert hvad vid attum af okkur ad gera, engin sofn eda hof eru i thessari strandborg og hvorugt vorum vid i strandarstudi, eftir tveggja daga reisu a bat. Einhver sagdi okkur ad bjorverksmidjan i borginni hefdi okeypis skodunarferdir a midvikudogum og mer sem hefur aldrei farid i bjorverksmidju leist agaetlega a hugmyndina. Vid hoppudum upp a naesta motorhjol og brunudum af stad. Klukkan stundvislega thrju komu oryggisverdir til okkar thar sem vid satum fyrir utan stora verksmidjuplanid og afhentu okkur gestapassa til ad hengja um halsinn a okkur. Svo var okkur fylgt inn, i gegnum stort og flott andyrid, upp troppur til naestu haedar, inn a timburpobb thar sem okkur voru afhentir tvo stutfull bjorglos og bent a skilti thar sem a stod a ensku: Byrjar kl. 15.00, endar kl. 17.00. Svo vid satum i tvo klukkutima og drukkum eins mikid af okeypis bjor og vid vildum. En su skodunarferd!

Sendi bestu kvedjur til allra eins og alltaf,

Disa