09Dec

Strandbærinn Sanur

Sanur er lítill strandbær staðsettur sunnan við ferðamannastaðinn Kuta á Bali. Þar héldum við afmælisdaginn hans Craigs hátíðlegan á fallegri strönd, þar sem það eina sem spillti fyrir fullkomnum degi var þriggja metra langa, röndótta sæslangan sem hvæsti svo...

04Dec

Bali

Algengt er að nýútskrifaðir nemendur upplifi sig hálfáttavillta á krossgötum lífsins og ég var þar engin undantekning. Ég hafði hinsvegar fundið lausn á hvernig eyða mætti öllum efasemdum um tilgang tilveru minnar. Ég stefndi til Bali, þar sem ég ætlaði að finna mér fallega strönd, kaupa mér drykk í kókoshnetu með röri, koma mér vel fyrir á litríku klæði á gylltum sandi, ligna aftur augunum, hlusta á öldurnar leika við skeljarnar í sjávarmálinu, finna goluna gæla við líkamann, anda djúpt og finna hinu fullkomnu sálarró sem myndi leiða mig í gegnum vegi framtíðarinnar svo ekki yrði um...

23Nov

Velkomin til Indónesíu

Síðasta dag októbermánaðar lá leið okkar Craig frá Malasíu til Indónesíu. Við höfðum útvegað okkur tveggja mánaða landvistarleyfi frá sendiráði Indónesíu í Penang, áttum bókaðan flugmiða til Bali og þar sem ein af forsendum vegabréfsáritunarinnar var flugmiði út úr Indónesíu aftur, bókuðum við flugmiða frá Medan, á eyjunni Sumatra, til Penang í Malasíu þann 28. desember. Ég hafði í raun enga hugmynd um hvað biði mín á Indónesíu, satt að segja höfðum við ákveðið að sækja landið heim vegna þess að “Birthday in Bali” (afmæli á Bali), lét svo vel að eyrum. Ég bar...

19Nov

Margbreytileiki Mala...

Malasía er snúið þjóðfélag og erfitt er að skilja hvernig íhaldssamir múslimar og viðskiptasinnaðir kínverskættaðir geti lifað í sæmilegri sátt hlið við hlið. Meirihluti íbúa landsins eru múslimar og opinber skilgreining á Malay þjóðflokknum er hver sá sem heldur...

07Nov

Rottur og réttindaba...

Eigandi litla gististaðarins í Penang sagði mér að tveimur vikum áður hafði staldrað við íslenskt par sem hafði sagt sér frá fyrirmyndarfangelsisaðstöðu Íslands. Nú þekki ég ekki til þessara Íslendinga sem urðu á vegi hans fyrr í mánuðinum en af lýsingunum að...

05Nov

Boney M og kvenlegur...

Eftir dvölina í unaðslegu Langkawi brunuðum við í burtu á laugardagskvöldi með miðnæturrútu til Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu, til að forðast umferðaröngþveiti sunnudagsins. Við tókum ferjuna til meginlandsins og biðum svo á töturlegum útiveitistað fyrir utan...

01Nov

Penang: Perla austur...

“Geh-koh, geh-koh” sagði gekkó-eðlan hátt og snjallt, sem bjó tímabundið í herberginu okkar í Penang. Hún hélt til á rúminu, mér til mikillar ánægju. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna mannskepnan hefur ekki með tímanum gert eðlur að húsdýrum, til...

01Nov

Fríhafnareyjan Langk...

Eftir átta daga dvöl í menningarmekku Malasíu var tími til kominn að snúa aftur á ströndina. Paradísareyjan Pulau Langkawi er staðsett nyrst á vesturströnd landsins og siglir hraðbátur daglega frá Penang til eyjunnar fögru. En líkt og sönnum bakpokaferðamönnum sæmir...

08Aug

Hamingjuóskir til al...

Í dag eru 30 ÁR síðan foreldrar mínir gengu í það heilaga. Það er ekki síður tilefni fyrir mig að halda daginn hátíðlegan enda á ég mögulega lífið að launa þeim játningum sem opinberuð voru á þessum ágæta degi fyrir öllum þessum árum síðan. Ég er þakklát...

19Jul

Vaglaskógur

Ég var í vaktafríi í síðustu viku og veðrið var dásamlegt. Þar sem ég sat á grasblettinum fyrir utan svalahurðina heima með ilmandi morgunkaffið helltist yfir mig skyndileg löngun í tjaldútilegu. “Craig! Fancy camping?” hrópaði ég hátt og snjallt svo...

24Jul

Sihanoukville

Eg sa saehesta, kolkrabba og hakarl i fyrsta sinn!! Thad er svo aevintyralegt ad kikja ofan i sjoinn, eg trui ekki ad eg skuli ekki hafa laert ad kafa fyrr! Einn kolkrabbanna vard fyrir fiskaaras svo hann sprautadi bleki a tha og spyrnti ser sidan i burtu. Alveg geggjad ad sja. Svo er miklu...

19Jul

Til Phnom Phen

Vid voknudum vid klingjandi klukkuna klukkan sex um morguninn, theystumst a faetur, pissudum og pokkudum pokunum okkar, gleyptum nudlusupuna i hvelli og hentumst a hjolin. Komum vid i banka a leid ut ur baenum og skiptum ollum vietnomsku dongunum okkar i ameriska dollara. Stefnan var tekin a...