Hamingjuóskir til allra í fjölskyldunni!

Í dag eru 30 ÁR síðan foreldrar mínir gengu í það heilaga. Það er ekki síður tilefni fyrir mig að halda daginn hátíðlegan enda á ég mögulega lífið að launa þeim játningum sem opinberuð voru á þessum ágæta degi fyrir öllum þessum árum síðan.

Ég er þakklát foreldrum mínum fyrir að hafa staðið hvort með öðru í gegnum súrt og sætt, reynst mér góðar fyrirmyndir og fært mér bróður sem ég gæti ekki hugsað mér lífið án. Ég óska því ekki aðeins foreldrum mínum til hamingju með daginn, heldur allri fjölskyldunni. Því þökk sé þessum glæsilegu hjónum að við eigum hvort annað að í dag.