09Jan

Merkimiðar

Tengdar færslur

Deila þessu

Dísa vaknar af dvalanum!

Lífið er breytingum háð og það á líka við um vefsíðuna mína sem er alltaf að taka breytingum. En þetta er nú langflottasta útlitið til þessa, við hljótum öll að vera sammála um það!

Froskurinn á myndinni tengist kannski greininni ekki beint, en honum kynntist ég í Malasíu. Mér fannst svipurinn á honum samt lýsandi fyrir fólkið í kringum mig sem árlega setur upp þennan svip, -þegar ég tilkynni þeim að enn einu sinni sé ég búin að pakka í pokann minn.

Á föstudaginn legg ég af stað í langferð og Bella bangsi ætlar með mér til halds og trausts. Förinni er heitið til Brasilíu en framhaldið mun svo ráðast dag frá degi, líkt og hefð er orðin fyrir á mínum ferðalögum.

Ég mun að vanda skrifa ferðasögu og birta ykkur búta hennar hér á þessari síðu.

Bella bangsi á góðum degi. Myndin er tekin á Indónesíu

Bella bangsi á góðum degi. Myndin er tekin á Indónesíu