02Feb

Hjólandi á milli Khmer-minja

Mér finnst fátt skemmtilegra en að hjóla og reiðhjólið er minn uppáhaldsferðamáti. Ég hef því heldur betur verið í skýjunum undanfarnar þrjár vikur sem ég hef varið hjólandi um nágreni Siam Reap í Kambódíu. Pabbi og mamma gáfu mér fallegasta hjól sem ég hef á ævinni séð í sumargjöf þegar ég var níu ára. Það var fjólublátt og bleikt, með 18 gírum og handbremsum. Hjólið mitt í Kambódíu, sem ég leigði fyrir einn dollara á dag, var líka með handbremsum, en engum gírum. Það var dökkgrænt, með bastkörfu fest á hátt stýrið. Það var með svokallaðri stelpu-stöng og ég keypti mér...

28Dec

Jólahald í Batak-kof...

Frá Bukit Lawang lá leiðin næst til Tobavatns (Danau Toba) sem staðsett er í 900 metra hæð í gamalli gosöskju. Á vatninu er eyjan Samosir þar sem Batakfólkið býr. Áður fyrr stundaði Batakfólkið mannát og bárust sögur af fólkinu til Vesturheims, meðal annars með Marco...

19Dec

Banda Aceh

Þessa stundina er ég stödd í Banda Aceh, sem er höfuðborg héraðsins Aceh í norðurhluta indónesísku eyjunnar Sumötru. Árið 2004, þegar Íslendingar lágu ýmist undir sæng með nýju jólabókina, nörtuðu í hangikjötsafganga eða rokkuðu í kringum jólatréð hlupu...

10Dec

Gili-tríóið

Á slaginu sex að morgni beið okkar lítill bemo fyrir utan hótelið á Bali. Þaðan var okkur ekið að austurstrandarinnar, þar sem við áttum bókuð sæti í hraðbát á leið til vinsælustu eyju Gili-tríósins: Gili Trawangan. Gili-eyjurnar þrjár tilheyra Lombok, sem er nærsta eyja austur af Bali. Fámennt er á þessum litlu eyjum og þar er bílaumferð, og hundaeign, bönnuð. Í stað bíla og mótorhjóla sjá reiðhjól og skrúðprýddir hestvagnar um samgöngur um ómalbikaðar eyjurnar. Ferðamönnum fjölgar frá ári til árs og eru eyjarnar orðnar að hápunkti margra sem sækja Indónesíu heim. Gili Trawangan...

10Dec

Komodo-drekar

Þegar ég var lítil las ég um dreka í ævintýrabókum og einstöku sinnum sá ég þeim bregða fyrir í teiknimyndunum. En eins og með jólasveina og hafmeyjur, sagði fullorðna fólkið að drekar væru ekki í alvörunni til. Frá fögru Gili-eyjum héldum við ferðafélaginn för...

09Dec

Strandbærinn Sanur

Sanur er lítill strandbær staðsettur sunnan við ferðamannastaðinn Kuta á Bali. Þar héldum við afmælisdaginn hans Craigs hátíðlegan á fallegri strönd, þar sem það eina sem spillti fyrir fullkomnum degi var þriggja metra langa, röndótta sæslangan sem hvæsti svo...

04Dec

Bali

Algengt er að nýútskrifaðir nemendur upplifi sig hálfáttavillta á krossgötum lífsins og ég var þar engin undantekning. Ég hafði hinsvegar fundið lausn á hvernig eyða mætti öllum efasemdum um tilgang tilveru minnar. Ég stefndi til Bali, þar sem ég ætlaði að finna mér fallega strönd, kaupa mér drykk í kókoshnetu með röri, koma mér vel fyrir á litríku klæði á gylltum sandi, ligna aftur augunum, hlusta á öldurnar leika við skeljarnar í sjávarmálinu, finna goluna gæla við líkamann, anda djúpt og finna hinu fullkomnu sálarró sem myndi leiða mig í gegnum vegi framtíðarinnar svo ekki yrði um...

01Nov

Penang: Perla austur...

“Geh-koh, geh-koh” sagði gekkó-eðlan hátt og snjallt, sem bjó tímabundið í herberginu okkar í Penang. Hún hélt til á rúminu, mér til mikillar ánægju. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna mannskepnan hefur ekki með tímanum gert eðlur að húsdýrum, til...

01Nov

Fríhafnareyjan Langk...

Eftir átta daga dvöl í menningarmekku Malasíu var tími til kominn að snúa aftur á ströndina. Paradísareyjan Pulau Langkawi er staðsett nyrst á vesturströnd landsins og siglir hraðbátur daglega frá Penang til eyjunnar fögru. En líkt og sönnum bakpokaferðamönnum sæmir...

19Jul

Vaglaskógur

Ég var í vaktafríi í síðustu viku og veðrið var dásamlegt. Þar sem ég sat á grasblettinum fyrir utan svalahurðina heima með ilmandi morgunkaffið helltist yfir mig skyndileg löngun í tjaldútilegu. “Craig! Fancy camping?” hrópaði ég hátt og snjallt svo...

24Jul

Sihanoukville

Eg sa saehesta, kolkrabba og hakarl i fyrsta sinn!! Thad er svo aevintyralegt ad kikja ofan i sjoinn, eg trui ekki ad eg skuli ekki hafa laert ad kafa fyrr! Einn kolkrabbanna vard fyrir fiskaaras svo hann sprautadi bleki a tha og spyrnti ser sidan i burtu. Alveg geggjad ad sja. Svo er miklu...

19Jul

Til Phnom Phen

Vid voknudum vid klingjandi klukkuna klukkan sex um morguninn, theystumst a faetur, pissudum og pokkudum pokunum okkar, gleyptum nudlusupuna i hvelli og hentumst a hjolin. Komum vid i banka a leid ut ur baenum og skiptum ollum vietnomsku dongunum okkar i ameriska dollara. Stefnan var tekin a...