09Jan

Dísa vaknar af dvalanum!

Lífið er breytingum háð og það á líka við um vefsíðuna mína sem er alltaf að taka breytingum. En þetta er nú langflottasta útlitið til þessa, við hljótum öll að vera sammála um það! Froskurinn á myndinni tengist kannski greininni ekki beint, en honum kynntist ég í Malasíu. Mér fannst svipurinn á honum samt lýsandi fyrir fólkið í kringum mig sem árlega setur upp þennan svip, -þegar ég tilkynni þeim að enn einu sinni sé ég búin að pakka í pokann minn. Á föstudaginn legg ég af stað í langferð og Bella bangsi ætlar með mér til halds og trausts. Förinni er heitið til Brasilíu en...

17Feb

Lítil vísa

Þar sem ég sat á ströndinni á Koh Chang og horfði draumeygð yfir hafið um leið og ég hugsaði heim til Íslands, datt þessi litla væmna vísa ofan í mig sem ég deili hér með ykkur.   Ég ferðast um heiminn og horfna tíma, heilluð af ókunnri grund. Sæla og sorg í hjarta mér glíma, saman um eilífðarstund.   Því hugurinn þráir tilverur tvær, tilfinningar dagana telja. Hvar finn ég hvíldina, stjarna mín kær; hvorn heiminn á ég að velja?     Hjördís  

08Aug

Hamingjuóskir til al...

Í dag eru 30 ÁR síðan foreldrar mínir gengu í það heilaga. Það er ekki síður tilefni fyrir mig að halda daginn hátíðlegan enda á ég mögulega lífið að launa þeim játningum sem opinberuð voru á þessum ágæta degi fyrir öllum þessum árum síðan. Ég er þakklát...