Lítil vísa

Þar sem ég sat á ströndinni á Koh Chang og horfði draumeygð yfir hafið um leið og ég hugsaði heim til Íslands, datt þessi litla væmna vísa ofan í mig sem ég deili hér með ykkur.

 

Ég ferðast um heiminn og horfna tíma,

heilluð af ókunnri grund.

Sæla og sorg í hjarta mér glíma,

saman um eilífðarstund.

 

Því hugurinn þráir tilverur tvær,

tilfinningar dagana telja.

Hvar finn ég hvíldina, stjarna mín kær;

hvorn heiminn á ég að velja?

 

 

Hjördís